Reglur keppninnar

1. Heimild til þátttöku

Myndaleiðangur um jörðina
Samkeppnin er opin öllum ljósmyndurum um allan heim, óháð aldri.

Sögur steinanna
Samkeppin er opin öllum íbúum hnattrænna UNESCO jarðvanga, óháð aldri.

Skilningarvitin fimm í jarðvanginum þínum
Samkeppnin er opin öllum íbúum hnattrænna UNESCO jarðvanga á aldrinum 12-18 ára. Hver þátttakandi getur að hámarki verið með eitt innlegg.

Mikilvægt: Innlegg geta verið frá einstaklingi eða sameiginleg frá t.d. bekkjardeild. Einungis er eitt innlegg heimilt frá hverjum hópi. Sá/sú sem leggur fram slíkt innlegg skal vera leiðbeinandi/kennari hópsins.

Starfsmenn hnattrænna UNESCO jarðvanga, fjölskylda þeirra og aðrir sem koma að þessum þremur samkeppnunum geta ekki tekið þátt.

2. Reglur varðandi innleggin

Myndaleiðangur um jörðina.
Allar myndir verða að vera teknar í hnattrænum UNESCO jarðvangi og eiga að vera í frumgerð viðkomandi þátttakanda.
Enginn þriðji aðili má eiga eða hafa yfirráð yfir efnishaldi myndarinnar.
Myndin má ekki fara í bága við vörumerki, einkaleyfi, siðarétt, höfundarrétt eða einkarétt aðila eða einstaklings.
Innleggjum skal skila sem PDF, PNG eða JPEG í hárri upplausn. Innlegg með RAW eða TIFF sniði verða ekki samþykkt.
Skráarstærð má ekki fara umfram 5 megapixels.
Mynd þarf að vera a.m.k. 1600 pixels á breidd (ef um lárétt snið er að ræða) eða á hæð (ef um lóðrétt snið er að ræða).
Mynd þarf að merkja og dagsetja með nafni viðkomandi hnattræns UNESCO jarðvangs.

Sögur steinanna
Allar sögur og myndir verða að vera upphaflegt verk viðkomandi. Enginn þriðji aðili má eiga eða hafa yfirráð yfir efni sögunnar eða myndarinnar.
Myndin má ekki fara í bága við vörumerki, einkaleyfi, siðarétt, höfundarrétt eða einkarétt aðila eða einstaklings.
Sögum skal skila á textaformi með 300-450 orðum.
Viðkomandi myndum skal skila sem PDF, PNG eða JPEG í hárri upplausn. Innlegg með RAW eða TIFF sniði verða ekki samþykkt.
Skráarstærð má ekki fara umfram 10 megapixels. Mynd þarf að vera a.m.k. 1600 pixels á breidd (ef um lárétt snið er að ræða) eða á hæð (ef um lóðrétt snið er að ræða).
Mynd og sögur þarf að merkja og dagsetja með nafni viðkomandi hnattræns UNESCO jarðvangs.
Mikilvægt: myndin skal vera lýsandi fyrir textann. Gæði textans skipta mestu máli.

Skilningarvitin fimm í jarðvanginum þínum
Öll innlegg skulu vera upprunalegt verk viðkomandi. Skila skal innlegginu sem Word skjali, skipt í fimm hluta (snertingu, sjón, heyrn, lykt og bragð). Í hverju hluta á að nota 70-150 orð til að útskýra hvaða einkenni viðkomandi jarðvangs geta tengst þessum skilningarvitum, (t.d. varðandi lykt; lyktina af blautu grasi eftir rigningu. Varðandi snertingu; tiltekinn efnisbútur/efni, sérstakt laufblað/blóm, sértakt berg, o.s.frv.).

Auk textans má (en er ekki skylda) senda eina mynd sem skýrir tengingu jarðvangsins við skilingarvitin, t.d. varðandi heyrn má senda stutta upptöku úr snjallsíma (mp3).

3. Tungumál
Öll innlegg skulu vera á máli viðkomandi lands/svæðis.

4. Breyting á mynd
Myndin verður að vera upprunaleg og má ekki hafa verið breytt á nokkurn hátt, t.d. að fjarlægja, bæta við, snúa eða breyta efni innan rammans. Undantekningar eru þó hefðbundnar lagfæringar, fjarlægja ryk, hæfileg breyting á lýsingu, stærð, lit eða skyggingu. Innlegg sem brjóta í bága við þessar reglur verða fjarlægð úr keppninni og viðkomandi bönnuð þátttaka í samkeppnum á vegum GGN.

5. Skil á innleggjum
Ekki verður tekið við öðrum innleggjum en þeim sem skilað er eftir formlegum leiðum keppninnar. Öðrum innleggjum verður eytt.

Ferli: Skráning fer fram á skráningarvefsíðu og verður hún send sjálfkrafa þaðan til viðkomandi jarðvangs. Í samræmi við reglur frá GGN mun hver hnattrænn UNESCO jarðvangur velja þrjú vinningsinnlegg. Ef einungis einn hnattrænn UNESCO jarðvangur er í landinu sendir hann umrædd þrjú innlegg til GGN með viðkomandi texta þýddum yfir á ensku. Ef fleiri jarðvangar eru í landinu skulu allir jarðvangarnir senda sínar þrjár vinningstillögur til viðkomandi landsnefndar jarðvanga.

Viðkomandi landsnefnd mun velja þrjá vinningstillögur úr hópi tilnefndra innleggja frá viðkomandi jarðvöngum og senda þær til GGN ásamt enskri þýðingu þeirra. GGN mun síðan velja þrjú vinningsinnlegg úr hópi þeirra sem berast frá einstökum löndum, og munu þau fá verðlaun frá GGN.

6. Dómnefnd
Dómnefnd skipuð af GGN mun meta innleggin. Ákvarðanir hennar eru endanlegar.

7. Brottvísun
GGN áskilur sér rétt til að visa innleggi frá keppni ef það er talið óviðeigandi eða ekki í samræmi við reglur keppninnar.

8. Verðlaun
Verðlaun verða kynnt síðar og verður ekki hægt að skipta þeim á neinn hátt.

9. Notkun á sögum og myndum
Með þátttöku í keppninni samþykkja þátttakendur að sögur og myndir megi nota af hálfu GGN í auglýsingaskyni, í gagnagrunni GGN og í kynningarskyni í hvers konar miðlum án frekari umbunar. GGN geti endurnýtt myndir og texta í takmörkuðu og eðlilegu umfangi svo lengi sem notkunin fer ekki í bága við höfundarrétt eða takmarki rétt höfundar til að nýta framlagið eins og hann/hún óskar. Í samræmi við þessi skilyrði er endurnýting mynda og texta skv. ofansögðu heimil GGN varðandi kynningarefni, fræðsluefni, fréttaefni og rannsóknir, til almannaheilla, og brýtur þannig ekki í bága við höfundarrétt og er heimiluð af höfundi. Sama á við um samfélagsmiðla.

10. Gildistími samkeppninnar
Samkeppnin hefst 1. apríl 2024 og öllum innleggum skal vera skilað í síðasta lagi 31. desember. Vinningshafar verða tilkynntir í mars 2025.

11. Lagaskilmálar
Öll lög viðkomandi landa eiga hér við. Samkeppnin er ógild þar sem hún er bönnuð. Með því að taka þátt í samkeppninni samþykkja þátttakendur þessar reglur og niðurstaða dómnefndar og GGN er bindandi og endanleg í þessu sambandi.