SÖGUR STEINANNA

Myndasamkepnnin um Sögu steinanna er tileinkuð tengslum okkar við þögla sögufólkið – steina, steindir, steingervinga og landslagið sjálft, í gegnum aldanna rás.

Þessi samkeppni gefur þér færi á persónulegri nálgun til að sýna upplifun þína og þær tilfinningar sem náttúran vekur með þér.

Myndasaga þín, hvort sem hún er um steina, steingervinga, steindir eða landslag, er hluti af stærri sögu jarðarinnar. Hún er til vitnis um samband þitt við náttúruna og ásetning okkar um að skilja hana og vernda.

Við skulum því fagna þessum náttúruundrum og treysta samband okkar við náttúruna. Hver saga er mikilvæg, hver rödd, og saman getum við haft áhrif. Þessi myndasamkeppni er ekki ferðasaga heldur saga frá hjartanu, hátíð náttúrtengsla þar sem jörðin er hin þögli sögumaður.