Skilningarvitin fimm í jarðvanginum

Samkeppni ungs fólks á aldrinum 12-18 ára

Við bjóðum öllum á aldrinum 12-18 ára að taka þátt í samkeppninni Skilningarvitin fimm í jarðvanginum þínum.

Þetta er tækifæri fyrir þig til að lýsa jarðvanginum þínum gegnum skilningarvitin. Hlustaðu á morgunhljóð náttúrunnar, lyktina sem gerir þér kleift að ferðast í huganum þegar þú lokar augunum. Útsýnið sem fær þig til að brosa. Vatn í munninn þegar þú hugsar um mat og drykk úr jarðvanginum. Þreifa á hlutum sem segja þér hvar þú ert.

Þessi samkeppni snýst ekki um að vinna heldur að treysta böndin við jarðvanginn þinn. Við bjóðum þér að lýsa þessum tengslum í texta sem lýsir ferð skilningarvitanna um jarðvanginn.

Ertu tilbúin til að leggja í þessa könnun skilningarvitanna? Njótum fegurðar jarðvangsins saman. Þetta er tækifæri þitt til að deila upplifun þinni með heimsbyggðinni. Láttu gamminn geisa og segðu okkur sögu með hjálp skilningarvitanna fimm; sjón, heyrn, bragðskyni, lyktarskyni og tilfinningu.

Bragðskyn

Finndu bragð sem einkennir jarðvanginn. Er það lykt af berjalyngi, bragðið af vatninu í fjallalæk eða af mat sem er einkennandi fyrir svæðið? Deildu þessum einkennum jarðvangsins með heimsbyggðinni undir leiðsögn bragðlaukanna. Bragð jarðvangsins bíður þín!

LYKT

Lokaðu augunum og andaðu að þér einkennandi lykt í jarðvanginum. Blómailmur, graslykt eða lyktin af matnum. Sérhvert bragð bregður upp mynd í huganum. Hvaða lykt einkennir jarðvanginn í þínum huga? Deildu þessari upplifun sem leiðir þig um fallegt landslagið og gerir jarðvanginn að raunverulegum heimkynnum þínum.

Sjón

jarðvangsins. Stórfenglegt landslag, töfrar eldri bygginga, fíngerð blóm, töfrandi regnbogi – allt til að gleðja okkur. Hvaða útsýni gerir jarðvanginn sérstakan í þínum augum? Deildu með okkur tilfinningunni sem færir þér gleði í hjarta og gerir jarðvanginn að stað dásemdar og gleði.

HEYRN

Hlustaðu á hjómkviðu jarðvangsins. Rigningin, fuglasöngurinn, fossadynurinn, og næturhvísl dýranna. Hvaða hljóð vekur þig á morgnana í jarðvanginum? Deildu með okkur hljóðheiminum í heillandi landslagi jarðvangsins.

SNERTING

Upplifðu jarðvanginn með snertingu. Laufblaðið, stuðlabergið, værðarvoð úr héraðinu. Hver er snertingin sem hvíslar að þér að þú ert í jarðvanginum? Deildu upplifun af snertingu í fjölbreyttu landslagi jarðvangsins.