Við bjóðum öllum á aldrinum 12-18 ára að taka þátt í samkeppninni Skilningarvitin fimm í jarðvanginum þínum.
Þetta er tækifæri fyrir þig til að lýsa jarðvanginum þínum gegnum skilningarvitin. Hlustaðu á morgunhljóð náttúrunnar, lyktina sem gerir þér kleift að ferðast í huganum þegar þú lokar augunum. Útsýnið sem fær þig til að brosa. Vatn í munninn þegar þú hugsar um mat og drykk úr jarðvanginum. Þreifa á hlutum sem segja þér hvar þú ert.
Þessi samkeppni snýst ekki um að vinna heldur að treysta böndin við jarðvanginn þinn. Við bjóðum þér að lýsa þessum tengslum í texta sem lýsir ferð skilningarvitanna um jarðvanginn.
Ertu tilbúin til að leggja í þessa könnun skilningarvitanna? Njótum fegurðar jarðvangsins saman. Þetta er tækifæri þitt til að deila upplifun þinni með heimsbyggðinni. Láttu gamminn geisa og segðu okkur sögu með hjálp skilningarvitanna fimm; sjón, heyrn, bragðskyni, lyktarskyni og tilfinningu.